Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 05. desember 2022 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Aron framlengir við ÍBV (Staðfest)
Fyrirliðinn áfram.
Fyrirliðinn áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Aðventan er tími gleðifregna og við færum ykkur þær gleðifréttir að Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2025!" segir í frétt á ibvsport.is.

Eiður er einn allra besti miðvörður Bestu deildarinnar og einn mikilvægasti hlekkurinn í liði ÍBV. Hann var valinn besti leikmaður liðsins á liðnu tímaibli.

„Knattspyrnuráð lítur á samning þennan sem hornstein í því að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur til næstu ára og óskar bæði stuðningsmönnum og Eiði sjálfum til hamingju með samninginn."

Eiður er 32 ára miðvörður sem uppalinn er hjá ÍBV. Hann sneri aftur til Eyja eftir tímabilið 2020 og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild sumarið 2021 og að halda sér uppi á liðnu tímabili. Á sínum tíma lék hann einn A-landsleik.

Hann var leikmaður Vals á árunum 2017-2020 og varð þrívegis Íslandsmeistari með liðinu. Hann var orðaður við endurkomu í Val á dögunum en hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Eyjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner