Fæðumst ekki með áfengisskort

Félagarnir fjórir úr Óskarsverðlaunamyndinni Drykkju sitja að sumbli.
Félagarnir fjórir úr Óskarsverðlaunamyndinni Drykkju sitja að sumbli.

Norski geðlæknirinn Finn Skarderud þvertekur fyrir að hann hafi búið til kenninguna sem lögð er til grundvallar Óskarsverðlaunamyndinni Drykkja (Druk) þess efnis að maðurinn sé fæddur með skort á áfengi í blóðinu.

Myndin var valin besta erlenda myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir viku. Drykkja er dönsk gamanmynd af svartara taginu og fjallar um fjóra vini sem ákveða að gera tilraun með drykkjuskap. Þeir ákveða að láta á það reyna hvort eitthvað sé hæft í þeirri kenningu, sem eignuð hefur verið Skarderud og snýst um að 0,05% eða hálft prómill af áfengi vanti í blóðrás mannsins frá fæðingu.

Skarderud sagði að kenningin væri falsfrétt og hefði orðið til með valkvæðum lestri á formála sem hann skrifaði í norska þýðingu á bókinni Sálræn áhrif víns eftir ítalska höfundinn Edmondo de Amicis.

„Á fyrstu síðu skrifaði ég að lífið væri jú nokkuð gott eftir eitt til tvö glös, við teldum kannski að við værum fædd með 0,05% skort,“ sagði Skarderud í samtali við norska ríkisútvarpið, NRK. En „í næstu málsgrein hafna ég kenningunni alfarið,“ bætti hann við með áherslu. AFP greindi frá.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert