fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Varnaðarorð Ölmu Möller: „Markaðssettir sem eins konar heilsudrykkir sem gefur ranga mynd“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 10:27

Alma Möller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Möller landlæknir gerir skaðsemi ofneyslu á orkudrykkjum ungmenna að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

„Undanfarin ár höfum við orðið vör við mikla neyslu orkudrykkja meðal einstaklinga undir 18 ára og sýna íslenskar rannsóknir að stór hópur (31-38%) ungmenna á aldrinum 13-17 ára fer yfir viðmiðunarmörk (1,4 mg/kg) fyrir neikvæð áhrif á svefn. Að meðaltali nemur neysla orkudrykkja rúmlega helmingi af koffínneyslu framhaldsskólanema en þar á eftir koma gosdrykkir og kaffi (20% hvort),“ segir Alma.

Hún bendir á að börn og unglingar séu sérstaklega viðkvæm þar sem þau eru almennt léttari en fullorðið fólk og sama magn hefur þannig meiri áhrif á þau. „Samkvæmt nýlegri skýrslu Áhættumatsnefndar ætti að takmarka aðgengi þessa aldurshóps að orkudrykkjum,“ segir hún.

Alma bendir ennfremur á að þegar við höfum innbyrt koffín þá tekur það flesta um fjóra til átta tíma til að losna við helminginn af koffíninu úr líkamanum, en lengri tíma fyrir unglinga og barnshafandi konur.

„Sumir orkudrykkir hafa verið markaðssettir sem eins konar heilsudrykkir sem gefur ranga mynd í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa sem mikil neysla þeirra getur haft á okkur. Svefn er til að mynda öllum mikilvægur til að geta tekist á við verkefni dagsins og hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfi, námsgetu, andlega líðan sem og vöxt og þroska barna,“ segir Alma.

Greinina hennar má í heild sinni lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar