Góð úrslit fyrir Ísland í Grikklandi

Úr leik Íslands og Ítalíu í Fossvoginum síðustu helgi.
Úr leik Íslands og Ítalíu í Fossvoginum síðustu helgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

U21 árs landslið Grikklands vann 1:0-sigur á Skotlandi í undankeppni EM 2021 í dag og gæti sá sigur komið íslenska liðinu, sem enn eygir von um sæti í lokakeppninni, vel.

Ísland spilaði sinn síðasta leik í keppninni á sunnudaginn var og vann 2:1-sigur úti gegn Írlandi. Ítalía er nú þegar búin að vinna riðilinn og þarf Ísland því að treysta á að vera eitt af þeim fimm liðum með besta árangurinn í öðru sæti sem fer einnig í lokakeppnina.

Ítalía verður að forðast ósigur gegn Svíum á morgun sem geta hirt annað sætið af Íslandi með sigri. Þá hefðu Skotar náð betri árangri samanlagt en Ísland með sigri í dag.

Takist Svíþjóð ekki að vinna á heimavelli á morgun mun Ísland enda í öðru sæti og vera eitt þeirra liða sem fer á lokakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka