fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún segir íslenska auglýsingu vera ofstækisfulla – „Henni þarf að sjálfsögðu að andmæla“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 13:34

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vitanlega er ekki hægt að ætlast til að einstaklingar sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri í pólitískri umræðu séu umvafðir stóískri ró. Það hlýtur samt að vera hægt að gera þá kröfu til þeirra að þeir láti pólitískt ofstæki ekki ræna sig allri dómgreind.“

Svona hefst skoðunarpistill sem Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins skrifar í blað dagsins í dag. Í pistlinum talar Kolbrún um auglýsingu sem varpað var út á Útvarpi Sögu en auglýsingin er að hennar sögn ofstækisfull. „Á Útvarpi Sögu, og kannski víðar, hefur undanfarið hljómað enn ein auglýsingin frá aðgerðahópnum Björgum miðbænum og Bolla Kristinssyni, þar sem reynt er að sannfæra hlustendur um að borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hviki hvergi í því hrollvekjandi markmiði sínu að eyðileggja Reykjavík,“ segir Kolbrún í pistlinum.

„Ekki láta þau eyðileggja allt Ísland“

Kolbrún segir að ekki sé það útskýrt í auglýsingunni hvaða leiðir Dagur á að hafa valið þegar kemur að þessu skemmdarstarfi gegn borgarbúum sem auglýsingin talar um. „Vitað er að hann er hlynntur göngugötum í miðbænum og borgarlínu, sem hefur nægt til að kalla yfir hann fordæmingu frá pólitískum andstæðingum,“ segir Kolbrún og bendir á að skoðun Dags sé í takt við viljann hjá stórum hluta borgarbúa.

„Borgarstjórinn er einnig hlynntur því að fólk gangi, hjóli eða nýti almenningssamgöngur í stað þess að fara allra sinna ferða á einkabílnum. Sú skoðun getur varla verið hættuleg, hún hljómar reyndar ansi skynsamlega. Göngugötur skapa sjarmerandi miðbæ og góðar almenningssamgöngur eru kostur við hverja borg. Meirihluti borgarbúa er líklegur til að vera sammála því.“

Þá segir Kolbrún að ekkert bendi til þess að borgarbúar vilji losna við Dag úr borgarstjórastólnum. „Allavega er ekkert sem bendir til að borgarbúar telji brýna þörf á því að bjarga borg sinni úr klóm borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, sem samkvæmt áðurnefndri auglýsingu á að vera gangandi eyðileggingarmaskína.“

Kolbrún vill meina að auglýsingin sé greinilegt innlegg í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar í haust. „Nú ætlar Samfylkingin sér stóra hluti í næstu alþingiskosningum. Er ekki nóg að horfa upp á Dag B og co eyðileggja Reykjavík? Ekki láta þau eyðileggja allt Ísland. Við kjósum ekki xS. Aldrei! Aldrei!“ segir í auglýsingunni samkvæmt pistli Kolbrúnar.

„Heift eins og þarna birtist er ekki eðlileg“

Kolbrún bendir á að allnokkrar líkur séu á því að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn. Svo sannarlega þurfa ekki allir að fagna þeim möguleika, sumum kann jafnvel að þykja tilhugsunin hrollvekjandi,“ segir hún. „Það hlýtur þó að vera hægt að koma efasemdum sínum eða ógleði vegna þess til skila á hófsamari hátt en gert er í furðulega ofstækisfullri auglýsingu þar sem borgarstjórinn er settur í hlutverk tortímanda.“

Að lokum segir hún að heimur stjórnmálanna sé grimmur og að stjórnmálamenn verði að þola gagnrýni. „En þegar spjótum er beint að þeim á þann hátt sem gert er í þessari auglýsingu þá er ekki hægt að láta eins og það sé bara hluti af leiknum. Heift eins og þarna birtist er ekki eðlileg. Henni þarf að sjálfsögðu að andmæla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu