Kári og Hannes heiðraðir

Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur.
Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmennirnir nýhættu Hann­es Þór Hall­dórs­son og Kári Árna­son voru heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir leik Íslands og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Hannes og Kári fengu blómvendi frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, nýkjörnum formanni KSÍ, fyrir leik. 

Báðir leik­menn hafa lagt landsliðsskóna á hill­una en Hann­es, sem er 37 ára gam­all, lék sinn fyrsta lands­leik gegn Kýp­ur árið 2011 í undan­keppni EM 2012. Hann lék 77 A-lands­leiki og var aðal­markvörður liðsins á EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.

Kári, sem er 38 ára gam­all, lék sinn fyrsta A-lands­leik árið 2005 þegar Ísland mætti Ítal­íu í vináttu­lands­leik ytra. Hann lék 90 A-lands­leiki þar sem hann skoraði sex mörk en hann hef­ur verið lyk­ilmaður í liðinu und­an­far­inn áratatug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert