Viðskiptavinur leiddi til bilunarinnar í gær

AFP

Að sögn netflutningsaðilans Fastly kom bilunin í gær til vegna eins viðskiptavinar sem var að uppfæra stillingar sínar.

Bilunin sem varð um tíuleytið í gær leiddi til þess að margar stærstu vefsíður heims lágu niðri svo sem vef­ur breskra stjórn­valda gov.uk, frétta­veit­ur á borð við BBC, CNN, New York Times og svo var skert virkni hjá ýms­um netris­um á eins og Twitter, YouTu­be, Twitch og Reddit.

Bilunin leiddi til hruns 85% netkerfa

Samkvæmt tilkynningu frá Fastly varð uppfærsla viðskiptavinarins til þess að 85% netkerfa fyrirtækisins lágu niðri. Fyrirtækið tók eftir biluninni innan við eina mínútu og eftir 49 mínútur var 95% starfseminnar komin í eðlilegt horf.

Þjónusta Fastly gengur út á að minnka tímann sem það tekur að hlaða vefsíður og smáforrit meðal annars með því að slétta úr umferð um vefsíður, sem að hjálpar einnig gegn árásum við svokölluðum DoS netárásum. 

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hafa hlutabréf í fyrirtækinu einungis hækkað eftir að bilunin varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert