fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Veskið áfram galopið í Vesturbæ ef góður biti er í boði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 08:41

Gregg Ryder. Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veskið er áfram galopið í Vesturbæ og vilja KR-ingar halda áfram að eyða í nýja leikmenn ef rétti kosturinn er í boði. Frá þessu sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð2 Sport í gær.

KR hefur bætt hressilega í hóp sinn í vetur og fer liðið vel af stað í Bestu deild karla, fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Gregg Ryder hefur bætt við leikmönnum og síðast var það Eyþór Wöhler sem var keyptur frá Breiðablik og fleiri gætu komið inn.

„Samkvæmt mínum heimildum, Eyþór Wöhler mættur og samkvæmt mínum heimildum er veskið enn opið í Vesturbænum. Þeir eru tilbúnir að bæta í hópinn ef rétti maðurinn kemur inn,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni.

KR hefur litið vel út í upphafi móts en líklega hefði Ryder áhuga á því að bæta við leikmanni í varnarlínu sína sem er nokkuð þunnskipuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“