fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. september 2020 12:00

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst – en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt – fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“

Þetta er ein af nokkrum sögum sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tilgreinir í nýjum pistli á Facebook-síðu sinni. Jóhannes rekur þar örlög eigenda lítilla ferðaþjónustufyrirtæki sem margir sjá fram á gjaldþrot og nístandi fátækt í vetur.

„Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Þannig hljómar önnur saga og svo er það þessi: 

„Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“

Þá ríkir mikil óvissa og kvíði hjá hjónum sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“

„Þetta fólk er ferðaþjónustan. Þau og mikill fjöldi annarra sem er núna í sömu stöðu þarf aðstoð,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að 86% af ferðaþjónustufyrirtækjum séu lítil fyrirtæki með innan við 10 starfsmenn. „Þetta eru fyrirtækin sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Þetta er fólkið sem tók frumkvæði og lagði eignir fjölskyldunnar undir til að búa til eitthvað nýtt og skapa verðmæti fyrir sig, nágranna sína og samfélagið. Það liggja gífurleg verðmæti fyrir okkur öll í því að þau nái að lifa veturinn og rísa upp á ný á næsta ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga