fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Kakkalakkar hafa fest rætur á Íslandi – „Misskilningur hjá fólki að svona pöddur séu ekki hjá okkur af því við búum ekki í heitu landi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. október 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fékk DV ábendingu þess efnis að kakkalakkaplága herjaði á stórt fjölbýlishús í Reykjavík. Heimildarmaður DV hafði þetta eftir ónefndum meindýraeyði, sem í því samtali vildi ekki láta þess getið hvaða hús um ræðir.

DV hafði samband við Steinar Smára Guðbergsson, þekktan meindýraeyði, og kannaðist hann ekki við þetta tiltekna mál. Sagan kemur honum hins vegar ekki á óvart en hann hefur í meira en áratug fengist við að drepa kakkalakka meðfram öðrum verkefnum meindýraeyðis.

Aðspurður hvort Ísland sé ekki of kalt til að kakkalakkar geti þrifist hér, segir Steinar: „Alls ekki. Það er þessi misskilningur hjá fólki að svona pöddur séu ekki hjá okkur af því við búum ekki í heitu landi. Það er nefniega nokkuð heitt hjá okkur inni í húsunum okkar.“

Hins vegar hafi veðurfarið hér vissulega heftandi áhrif á útbreiðslu kvikindanna: „Kuldinn heftir vissulega útbreiðslu þeirra, annars væri þetta eins og á Spáni, kakkalakkar hlaupandi út um allt utandyra. Eins og staðan er á Íslandi er ekki nógu heitt til þess flesta mánuði en yfir sumarmánuðina koma þó dagar þegar hitinn fer yfir 20 stig og mér hefur verið sagt að fólk hafi séð kakkalakka fljúgandi úti í slíkum hita, þeir eru nefnilega fleygir, blessaðir.“

Ekki bundið við ákveðin svæði

Það er ekki upplifun Steinars að kakkalökkum hafi fjölgað sérstaklega undanfarið en hann hefur orðið var við þá reglulega í sínu starfi í meira en áratrug. Erlent fólk sem býr hér og fer oft til heimalandsins ber oft með sér kakkalakka til landsins og einnig hendir það íslenska ferðamenn, að sögn Steinars. Hann minnist þess að hafa verið sendur á vettvang í fjölbýlis hús þar sem vart var við kakkalakka í tveimur stigagöngum. Í húsinu bjó bæði íslenskt og erlent fólk:

„Það voru líklega útlendingarnir sem báru kakkalakkana hingað en það voru samt miklu fleiri kakkalakkar í tveimur íbúðum þar sem ungir íslenskir strákar bjuggu. Hjá öðrum voru um 60 pizzukassar. Kakkalakkanir elskuðu að fara yfir til strákanna en það voru aðeins örfá kvikindi í íbúðum útlendinganna vegna þess að þar var allt tandurhreint.“

Hins vegar fann Steinar um 4-500 kakkalakka í sorpgeymslunni og segir hann það aðallega hafa stafað af því að sumir útlendingarnir í húsinu sturtuðu sorpinu beint niður í sorprennuna í stað þess að setja það í poka.

„Þegar fólk hringir í mig eru kakkalakkarnir dauðir“

Góðu fréttirnar eru þær að það er auðvelt að eyða kakkalökkum, samkvæmt því sem Steinar segir. „Eitt það einfaldasta sem ég geri er að losa fólk við kakkalakka, “ segir hann ákveðinn.

Þegar blaðamaður spyr hvaða aðferðum hann beiti slær þögn á Steinar í símanum en síðan segir hann: „Það er atvinnuleyndarmál.“ Síðan bætir hann við, ákveðinni röddu: „En þegar fólk hringir í mig eru kakkalakkarnir dauðir!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni