Aðstoðardómarinn bað um eiginhandaráritun

Erling Braut Haaland átti góðan leik fyrir Dortmund í gær.
Erling Braut Haaland átti góðan leik fyrir Dortmund í gær. AFP

Annar aðstoðardómarinn í leik Manchester City og Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu bað Erling Braut Haaland, framherja Dortmund, um eiginhandaráritun eftir leikinn í gær.

Það var Rob Harris, fréttamaður hjá AP-fréttaveitunni, sem greindi frá þessu en atvikið náðist á myndband í leikmannagöngum City.

Leiknum lauk með 2:1-sigri City en þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitunum í Manchester, sá síðari fer í næstu viku í Þýskalandi.

Dómarar leiksins, sem komu frá Rúmeníu, voru harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína í gær og knattspyrnuáhugamenn voru því lítt hrifnir af uppátæki aðstoðardómarans í leikmannagöngunum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert