Losun frá iðnaði og flugi jókst

Losun frá flugi jókst um 101% frá 2021 til 2022.
Losun frá flugi jókst um 101% frá 2021 til 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Losun frá iðnaði jókst um 1,9% á milli 2021 og 2022. Fór hún úr 1.843.588 tonnum af CO2 ígildum árið 2021, í 1.879.076 tonn af CO2 ígildum árið 2022.

Þetta kemur fram í uppgjöri Umhverfisstofnunar á losun frá iðnaði og flugi 2022, þar sem farið er yfir losun frá rekstraraðilum og flugrekendum sem falla undir ETS kerfið á Íslandi. 

Tölfræði/Umhverfisstofnun

Jókst um 101%

Þá jókst losun frá flugi um 101% milli ára, en vöxtinn má fyrst og fremst skýra með auknum flugsamgöngum eftir takmarkanir vegna heimsfaraldurs. 

Losun frá flugrekendum í ETS kerfinu var 537.296 tonn af CO2 ígildum árið 2022, samanborið við 267.043 tonn af CO2 ígildum árið 2021. Losunin er farin að nálgast svipaðar tölur og árið 2019 en er enn talsvert lægri en árið 2018, þegar hún var sem mest.

Tekið skal fram að hér er ekki um alla losun þessara flugrekenda að ræða, heldur eingöngu losun sem á sér stað innan EES-svæðisins, til Bretlands og til og frá Sviss. Flug utan ETS kerfisins fellur undir alþjóðlega kerfið CORSIA.

Tölfræði/Umhverfisstofnun
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert