Heiðum lokað í vonskuveðri

Veginum um heiðina hefur verið lokað.
Veginum um heiðina hefur verið lokað. Ljósmynd/Vegagerðin

Veginum um Öxnadalsheiði er lokað vegna veðurs en hægt er fara hjáleið fyrir Tröllaskaga. Veginum um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er sömuleiðis lokað vegna veðurs en djúp lægð gengur yfir landið með hvassviðri og snjókomu víða á fjallvegum.

Ófært er á Öxi á Austurlandi, þungfært á Breiðdalsheiði og ófært á Kleifaheiði á Vestfjörðum.

Á vef Vegagerðarinar kemur fram að bálhvasst er víða á vestanverðu landinu og hvasst á Suðvesturlandi. Krapi er á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Mosfellsheiði.

Flughált er í Ísafjarðardjúpi, í Dýrafirði og milli Djúpavíkur og Gjögurs en þæfingsfærð er í Árneshrepp.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert