Mögnuð þrenna Orra gegn AGF

Orri Steinn Óskarsson var hetja FCK í dag.
Orri Steinn Óskarsson var hetja FCK í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Orri Steinn Óskarsson var hetja FC Köbenhavn í dag þegar hann kom inn á sem varamaður og skoraði magnaða þrennu sem færði liðinu sigur á AGF, 3:2, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orra skipt inn á fyrir Andreas Cornelius á 53. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar skoraði Orri og kom FCK yfir, 1:0.

Eric Kahl jafnaði fyrir AGF á 71. mínútu en á lokamínútum tók Orri málin í sínar hendur. Hann kom FCK yfir á ný, 2:1, á 85. mínútu og skoraði svo þriðja markið á þrðiju mínútu í uppbótartíma.

Tobias Anker minnkaði muninn um hæl fyrir AGF þannig að spennan hélst allar tíu mínúturnar sem leiknar voru fram yfir venjulegan leiktíma en FCK hélt út og vann mikilvægan sigur.

Mikael Anderson var í liði AGF og spilaði allan tímann.

Bröndby er með 56 stig á toppnum, FC Köbenhavn 52 og Midtjylland 52 stig þegar fimm umferðir eru eftir en Midtjylland á leik til góða á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert