Urðu sjóveik á leiðinni í Íslandsmeistarapartí

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var í lykilhlutverki hjá Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna á dögunum.

Valur vann afar sannfærandi sigur gegn ÍBV í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0, en Valskonur unnu fyrsta leikinn 30:23 í Vestmannaeyjum, annan leikinn 25:22 á Hlíðarenda og loks þriðja leikinn í Vestmannaeyjum með tveggja marka mun, 25:23.

Eftir að Íslandsmeistarabikarinn fór á loft tók við þriggja tíma sigling heim með Herjólfi en siglt var til Þorlákshafnar um helgina.

„Við fögnuðum þessum titli auðvitað vel og innilega en Herjólfsferðin heim var svakaleg. Siglingin tók um þrjá tíma held ég og sjórinn var ógeðslegur svo ég segi það nú bara hreint út. Það var engin sumarfílingur yfir siglingunni og mér leið hálfpartinn eins og við værum að sigla að vetri til.

Það voru alveg einhverjir leikmenn og í starfsliðinu sem urðu sjóveikir og ég þurfti til að mynda að leggjast upp í koju svo ég yrði ekki fárveik hreinlega. Þetta var ágætis upplifun en það var gott að finna fast land undir fótum með bikarinn í höndunum.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert