Drepinn af hákarli

AFP

Maður lést eftir að hafa verið bitinn af hákarli á vinsælli ferðamannaströnd í norðvesturhluta Ástralíu í dag. Maðurinn er sá áttundi sem deyr í hákarlaárás í Ástralíu það sem af er ári.

Að sögn lögreglu var tilkynnt um árásina á Cable Beach í morgun en manninum var bjargað úr sjónum og hlúðu læknar að honum á staðnum en hann lést skömmu síðar af völdum áverkanna.

Hákarlaárásir eru afar sjaldgæfar á Cable Beach í Vestur-Ástralíu en ströndin er 22 km löng hvít sandströnd skammt frá bænum Broome og mjög vinsæl meðal ferðamanna. Yfirvöld þurfa yfirleitt að loka ströndinni einu sinni til tvisvar á ári þegar illskeyttir saltvatns-krókódílar gera sig heimakomna þar. 

Á árinu hafa hákarlar ráðist 22 sinnum á fólk í Ástralíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert