Veður

Að­gerðalítið og milt veður í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Búast má við mildu veðri í dag.
Búast má við mildu veðri í dag. Vísir/Vilhelm

Búast má við aðgerðalitlu og mildu veðri í dag, hægri suðlægri átt og dálítilli vætu á víð og dreif. Síðdegis rofar til á Norður- og Austurlandi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Á morgun má búast við austlægari vindum og áfram rigningu víða um land, en á Norðurlandi verður þurrt fram eftir degi. Annað kvöld gengur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt á Vestfjörðum.

Á mánudag má svo búast við norðlægari vindum, dálitlum éljum fyrir norðan og súld eða rigningu öðru hvoru á Suðurlandi, en heldur kaldara veðri.

Veðurspá næstu daga:

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, en norðaustan 13-18 NV-lands fram eftir degi. Lítilsháttar væta með köflum, en dálítil él fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig að deginum.

Á þriðjudag:

Gengur í austan 10-18 og fer að rigna, talsverð rigning A-til eftir hádegi. Lægir og dregur úr vætu á S-verðu landinu seinnipartinn. Hiti 1 til 8 stig.

Á miðvikudag:

Ákveðin norðaustanátt og rigning eða slydda á Vestfjörðum, annars mun hægari og væta með köflum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:

Austlæg átt og rigning með köflum, en lengst af úrkomulítið á N-landi. Hiti 1 til 6 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×