Ómar drjúgur í Evrópusigri

Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ómar Ingi Magnússon var einu sinni sem oftar í lykilhlutverki hjá Magdeburg í kvöld þegar liðið lagði La Rioja frá Spáni að velli, 33:31, á heimavelli sínum í Evrópudeildinni í handknattleik.

Ómar var markahæstur hjá Magdeburg ásamt Michael Damgaard en þeir skoruðu sjö mörk hvor. Ómar nýtti þó sín færi mun betur því hann átti níu markskot í leiknum en Daninn átti þrettán. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg í kvöld.

Magdeburg er þá með 7 stig eftir fjóra leiki í C-riðli keppninnar og er í öðru sæti á eftir Nexe frá Króatíu sem er með 8 stig eftir fimm leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert