Kórdrengir í annað sætið – ÍBV lagði Fjölni

Kórdrengir höfðu betur gegn Þórsurum á Akureyri í dag.
Kórdrengir höfðu betur gegn Þórsurum á Akureyri í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kórdrengir eru komnir í annað sæti 1. deildar karla í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, eftir 1:0-sigur gegn Þór frá Akureyri á SaltPay-vellinum á Akureyri í kvöld.

Það var Þórir Rafn Þórisson sem skoraði sigurmark leiksins á 76. mínútu en Kórdrengir, sem leika nú í 1. deild í fyrsta skipti, eru með 14 stig í öðru sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö leiki sína. Þórsarar eru hins vegar í áttunda sætinu með 7 stig.

Þá reyndist Sigurður Grétar Benónýsson hetja ÍBV þegar liðið fékk Fjölni í heimsókn á Hásteinsvöll en hann skoraði sigurmark leiksins í 1:0-sigri ÍBV á 18. mínútu.

ÍBV hefur nú unnið tvo leiki í röð og er í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig en Fjölnir er í fimmta sætinu, líka með 13 stig.

Guðjón Pétur Lýðsson í baráttunni á Hásteinsvelli í dag.
Guðjón Pétur Lýðsson í baráttunni á Hásteinsvelli í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert