Öxnadalsheiði var lokað

Enn er þó snjóþekja og éljagangur á veginum samkvæmt vef …
Enn er þó snjóþekja og éljagangur á veginum samkvæmt vef vegagerðarinnar. Skjáskot/Vegagerðin

Veginum um Öxnadalsheiði var lokað upp úr klukkan 11 í dag en opnað að nýju rúmri klukkustund síðar. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Óljóst er hvort veginum verði lokað að nýju en miðað við færð eru líkur á því. Fyrr í dag var greint frá því að snjór væri víða á fjallvegum.

Enn er þó snjóþekja og éljagangur á veginum samkvæmt vef vegagerðarinnar. Þá er víða hvasst á Vestfjörðum á fjallvegum. Á veðurstöðvum Vegagerðarinnar mælist 24m/sek á 30m/sek á Klettshálsi. Í hviðum 30m/sek og 38m/sek þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert