Dusty og Nocco Iceland halda mót

Dusty og Nocco Iceland halda 1v1-mót.
Dusty og Nocco Iceland halda 1v1-mót. Grafík/Dusty

Dusty og Nocco Iceland halda mót sem fer fram næstu helgi í leiknum Counter-Strike:Global Offensive í tilefni nýs korts sem Dusty og Nocco hafa gefið út innan leiksins. 

Einn á móti einum í nýju korti

Mótið verður 1v1-mót, eða einn á móti einum, og er opið öllum sem spila leikinn. Skráning hefur verið opnuð og fer fyrsta umferðin fram klukkan 18.15 laugardaginn 24. júlí. Keppt verður í tvöfaldri útsláttarkeppni þar sem allar viðureignir verða best-af-1. Sextán liða úrslit sem og restin af mótinu verða svo spiluð sunnudagskvöldið 25. júlí.

Öllum viðureignum frá sextán manna úrslitum verður svo streymt á sunnudagskvöldið á Twitch rás DustyÞar mun Lexvélin sjá um útsendingu á meðan Bjarki BDSM lýsir leikjunum ásamt góðum gestum.

Frábærir vinningar

Vinningar eru í boði fyrir þá sem lenda í efstu þremur sætum að móti loknu. Meðal vinninga eru gjafabréf frá Domino's Pizza, vörur frá Nocco og Dusty, og peningaverðlaun.

Skráning fer fram á Challengermode síðu mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert