Utah vann Cleveland með minnsta mun

Mike Conley og Donovan Mitchell gátu glaðst eftir nauman sigur …
Mike Conley og Donovan Mitchell gátu glaðst eftir nauman sigur Utah Jazz í kvöld. AFP

Utah Jazz vann Cleveland Cavaliers með minnsta mögulega mun þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Donovan Mitchell fór fyrir Utah og skoraði 35 stig.

Skammt undan var Darius Garland með 31 stig fyrir Cleveland.

Leiknum lauk með 109:108 sigri Utah.

Cleveland leiddi, 104:106, þegar örskammt var eftir af leiknum en þriggja stiga karfa frá Mike Conley og tveggja stiga karfa hjá Rudy Gobert skömmu síðar kom Utah í 109:016 forystu.

Garland klóraði í bakkann með tveggja stiga körfu en hún hefði þurft að vera þriggja stiga til þess að knýja fram framlengingu.

Utah hefur nú unnið 16 af fyrstu 23 leikjum sínum á tímabilinu og eru aðeins Golden State Warriors og Phoenix Suns með betri árangur til þessa.

Cleveland hefur á meðan unnið 13 af fyrstu 24 leikjum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert