Þurfa að mætast aftur

Úr leik KA/Þórs og Stjörnunnar á síðustu leiktíð.
Úr leik KA/Þórs og Stjörnunnar á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stjarnan og KA/Þór þurfa að mætast á nýjan leik í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni.

Það er Akureyri.net sem greinir frá þessu en KA/Þór vann leikinn sem fram fór í TM-höllinni í Garðabæ 13. febrúar með einu marki, 27:26, þrátt fyrir að hafa einungis skorað 26 mörk í leiknum.

Mistök áttu sér stað á ritaraborðinu í leiknum með þeim afleiðingum að KA/Þór fékk aukamark skráð á sig.

Það var endurnýjaður Áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Íslands sem komst að þessari niðurstöðu eftir að kvennaráð KA/Þórs hafði farið fram á að úrskurður áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikið skyldi aftur, yrði gerður ógildur.

Vonir standa til þess að leikurinn fari fram undir lok aprílmánaðar að því er fram kemur á handbolta.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert