Leik Burnley og Tottenham frestað vegna veðurs

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gríðarleg snjókoma hefur verið í Burnley í dag.
Gríðarleg snjókoma hefur verið í Burnley í dag. Stu Forster/Getty Images

Bæði lið þurfa á stigum að halda, en engin stig verða í boði fyrir þau í dag. Tottenham situr í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki, tíu stigum á undan Burnley sem situr í 18. sæti deildarinnar.

Sean Dyche, þjálfari Burnley, sagði í samtali við BBC að hann gæti ekki séð neina leið til þess að leikurinn gæti farið fram í dag.

„Eins og þið sjáið þá fyllist völlurinn af snjó um leið og hann er hreinsaður.“

„Dómarinn útskýrði málið út frá öryggissjónarmiðum og það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun snemma.“

„Við vorum klárir í leikinn og lét vita að ef hægt væri að spila leikinn þá værum við tilbínir í það. Sömu sögu var að segja af þeirra þjálfara.“

„Ég sé bara ekki hvernig leikurinn gæti verið spilaður við þessar kringumstæður.“

Enska úrvalsdeildin hefur ekki tilkynnt hvenær leikurinn mun fara fram.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira