Penninn á lofti á Hlíðarenda

Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni á síðustu leiktíð.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleikskonurnar Elín Rósa Magnúsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir hafa framlengt samning sinn við Val en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins.

Elín Rósa er fædd árið 2002 og var hún í lykilhlutverki með 3. flokksliði Vals sem varð deildar- og bikarmeistari á síðasta keppnistímabili.

Þórey Anna gekk til liðs við Val frá Stjörnunni fyrir þetta tímabil en hún hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarólarinnar, Olísdeildarinnar, undanfarin ár.

Frábærar fréttir fyrir félagið og verður gaman að fylgjast með þeim þegar boltinn fer aftur af stað!“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna.

Valskonur eru með 4 stig eftir þrjá leiki í öðru sæti deildarinnar en ekkert hefur verið leikið í efstu deild kvenna síðan í byrjun október vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert