Fundu rörasprengju við Arnarnesvog

Lögreglu barst í dag tilkynning um rörasprengju í fjöru við Arnarnesvog. Sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra voru sendir á vettvang. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að sprengjan reyndist vera breyttur flugeldur. Honum var eytt með þar til gerðum búnaði sprengjusveitar. 

Þá var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í dag. Við leit á lögreglustöð fundust fíkniefni á manninum, en hann var látinn laus eftir sýnatöku. 

Lögreglu barst einnig tilkynning um öskrandi mann í annarlegu ástandi fyrir utan bókasafn. Hann var farinn þegar lögregla kom á vettvang. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert