Valencia ekki tapað eftir endurkomu Martins

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Ljósmynd/Valencia Basket

Valencia vann þriðja leik sinn í röð í öllum keppnum í dag er liðið lagði Granada í  í spænsku ACB-deild­inni í dag. Martin lék í tæpar 14 mínútur og skoraði tvö stig, tók tvö fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni af andstæðingnum.

Valencia hafði aðeins unnið einn leik af síðustu sex leikjum í öllum keppnum fyrir endurkomu Martins. Martin lék 12 mínútur, skoraði þrjú stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal tveimur boltum af andstæðingnum í fyrsta leik endurkomu sinnar þegar liðið lagði Girona á útivelli um síðustu helgi.

Þá skoraði hann sjö stig og gaf eina stoðsendingu í heimasigri á Fenerbache í Evrópudeildinni í vikunni á þeim tæpu sex mínútum sem hans naut við.

Hvort endurkoman hafi þessi jákvæðu áhrif á lið Valencia skal ósagt látið en það er ljóst að hún skemmir ekki fyrir.

Hilmar og Sara skiluðu sínu en það dugði ekki til

Hilm­ar Pét­urs­son lék vel fyr­ir Mün­ster er liðið þurfti að þola tap á heimavelli gegn Giessen í þýsku B-deildinni, 84:74. Hilmar skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim 27 mínútum sem hann lék.

Þá skoraði Sara Rún Hinriks­dótt­ir fimm stig og tók tvö fráköst á 15 leiknum mínútum í tapi Faenza á heimavelli gegn Crema í ít­ölsku A-deild­inni, 62:57.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert