Flytja Grænlandsflugið til Keflavíkur

Bombardier Q400 vél Icelandair í Kangerlussuaq á Grænlandi.
Bombardier Q400 vél Icelandair í Kangerlussuaq á Grænlandi. Árni Sæberg

Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flytja allt Grænlandsflug sitt til Keflavíkur, en á liðnum árum hefur að mestu verið flogið frá Reykjavíkurflugvelli.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi.

Icelandair hefur flogið til fjögurra áfangastaða í Grænlandi um áraskeið, Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq. Sumarið 2022, eftir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair, var flug til Nuuk og Ilulissat flutt til Keflavíkurflugvallar. 

Tómas Ingason, framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu hjá Icelandair, segir að flugið hafi gengið það vel að ákveðið var að stíga skrefið til fulls og flytja allt Grænlandsflug til Keflavíkur.

Hann segir að meginmarkmiðið með breytingunni sé að fullnýta tenginguna við alþjóðlegt leiðakerfi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli til áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og tengja Grænland betur við umheiminn. Icelandair skrifaði haustið 2022 undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf við Air Greenland um að tengja leiðakerfi Air Greenland í Grænlandi og alþjóðlegt leiðakerfi Icelandair í Evrópu og Norður-Ameríku. 

Félagið mun áfram nýta Dash-8 vélarnar, sem einnig nýttar eru í innanlandsflug, í flug til Grænlands. Það helgast af stuttum flugbrautum í Grænlandi. Verið er að byggja nýja flugvelli í höfuðborginni Nuuk, Ilulissat og Suður Grænlandi. Þessir vellir munu opna 2024-2025 og mun það opna á að hægt verði að nýta stærri flugvélar.​​​​​​​

Grænlenski bærinn Ilulissat, öðru nafni Jakobshöfn.
Grænlenski bærinn Ilulissat, öðru nafni Jakobshöfn. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK