„Ömurlegt að hlusta á suma frambjóðendur“

Karl Tómasson tónlistarmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ.
Karl Tómasson tónlistarmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karl Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ, segir ömurlegt að hlusta á suma frambjóðendur fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ fara með hreinar og beinar lygar um störf hans í bæjarmálunum nú 16 árum síðar.

Karl fjallar um málið á facebook-síðu sinni og vitnar í Dagmál Morgunblaðsins, þar sem oddvitar sjö framboða í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar tókust á.

Fjallað var um að þreyta væri komin í stjórn­ar­sam­starf Vinstri-grænna og Sjálf­stæðis­flokks­ins sem á ræt­ur að rekja til árs­ins 2006. Stöðnun sé far­in að ein­kenna rekst­ur bæj­ar­fé­lags­ins og ákall sé eft­ir breyt­ing­um.

Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, sagði að VG hefðu tekið ákvörðun árið 2006 um að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Karl segir það ósatt.

Það er algerlega ljóst að við gengum ekki beint til samstarfs við Sjálfstæðismenn árið 2006, við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að mynda meirihluta með S og B lista. Það voru oddvitar þeirra lista sem börðust um að verða bæjarstjórar og komust ekki að samkomulagi um þannig að uppúr viðræðum slitnaði,“ skrifar hann á Facebook.

Það er sérkennilegt að heyra nafn sitt dregið inn í kosningabaráttu 16 árum síðar, einhverja athygli hafa störf mín greinilega vakið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert