Sanna kaus fyrst og mótmælti svo bankasölunni

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfuulltrúi og oddviti Sósíalista í Reykjavík, í …
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfuulltrúi og oddviti Sósíalista í Reykjavík, í Dagmálum. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Reykja­vík, var stödd á mótmælum vegna bankasölunnar á Austurvelli í dag þegar blaðamaður mbl.is hringdi í hana til að ræða um kosningarnar.

„Við segjum bara Bjarna burt og við erum að mótmæla þessari ríkisstjórn,“ segir Sanna sem hefur í nógu að snúast í dag.

Sanna byrjaði daginn snemma og var með þeim fyrstu á kjörstað klukkan níu í morgun. Eftir mótmælin ætlar hún svo í kosningakaffi Sósíalista að Bolholti 6.

„Við erum svo mikið bara búin að vera með oddvitum hinna flokkanna, þannig ég er mjög spennt fyrir því að fá að verja deginum með fólkinu mínu,“ segir Sanna en kosningavaka Sósíalista hefst klukkan níu á Ölver í Glæsibæ.

Bjartsýn á úrslitin

Sanna segir að hennar fólk sé upptekið af kosningunum og óvíst hvort þau munu horfa á Söngvakeppnina í kvöld. Hún er bjartsýn á úrslit kosninganna og segist finna mikinn meðbyr.

„Ég er viss um að við munum ná mörgum Sósíalistum inn í borgarstjórn. Ég finn að við erum sterk og öflug og erum að bæta við okkur,“ segir Sanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert