Ölvun ástæða brottvísunar

Mönnunum var vísað frá borði flugvélar Wizz Air í gærkvöldi.
Mönnunum var vísað frá borði flugvélar Wizz Air í gærkvöldi.

Mennirnir þrír, sem var vísað frá borði í flugvél Wizz Air á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, voru talsvert ölvaðir. Þetta staðfestir Sigurbergur Theodórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Segir Sigurbergur að ölvunarástand mannanna hafi skýrt ákvörðun flugfélagsins að hleypa þeim ekki um borð.

Mennirnir létu það hins vegar ekki stöðva sig og fóru um borð og var lögreglan þá kölluð til og vísaði mönnunum frá borði.

Jafnframt staðfestir Sigurbergur að ekki hafi verið vilji hjá flugfélaginu til að fara lengra með málið og því sé ólíklegt annað en að mennirnir séu lausir allra mála, en þeir fengu að halda sína leið eftir uppákomuna í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert