Eldur í blokk við Álftamýri

Eldur kom upp í blokkaríbúð við Álftamýri í gærkvöldi en slökkviliði barst tilkynning um að gardínur í íbúð á þriðju hæð stæðu í ljósum logum.

Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn og var einn íbúi fluttur á slysadeild, að því er fram kemur á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Enn fremur var nóg að gera í sjúkraflutningum síðasta sólarhring. Þeir voru alls 120, þar af 35 verkefni vegna Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert