Viðar skoraði gegn gömlu félögunum – Adam á skotskónum

Adam Örn Arnarson skoraði fyrir Tromsö í dag.
Adam Örn Arnarson skoraði fyrir Tromsö í dag. Ljósmynd/Tromsö

Tveir Íslendingar reimuðu á sig markaskóna þegar fjöldi leikja fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. –

Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjord í 2:2 jafntefli gegn Brann, en Viðar Ari var einmitt keyptur frá Brann í upphafi árs 2019.

Viðar Ari hefur nú skoraði tíu mörk í 26 deildarleikjum, auk þess sem hann hefur lagt upp fimm mörk til viðbótar.

Þá kom Adam Örn Arnarson inn á sem varamaður í hálfleik hjá Tromsö og skoraði jöfnunarmark liðsins seint í leiknum í 1:1 jafntefli gegn Vålerenga.

Alfons Sampsted var á sínum stað og lék allan leikinn í hægri bakverði hjá Bodö/Glimt er liðið vann góðan 2:0 sigur á Lilleström.

Bodö/Glimt er nú hársbreidd frá því að verja Noregsmeistaratitil sinn þar sem liðið er fimm stigum á undan Molde í öðru sætinu þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Brynjólfur Willumsson kom þá inn á sem varamaður í hálfleik þegar Kristiansund tapaði 0:3 fyrir Stabæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert