Með fullt hús í sterkustu deild Evrópu

Stefán Númi, fyrir miðri mynd, með varnarmann í fanginu.
Stefán Númi, fyrir miðri mynd, með varnarmann í fanginu. Ljósmynd/Aðsend

Stefán Númi Stefánsson, atvinnumaður í amerískum fótbolta eða ruðningi, er kominn í sterkustu deild Evrópu. Hann samdi á dögunum við þýska félagið Potsdam Royals.

Stefán er sóknarlínumaður og er hans hlutverk á vellinum að vernda leikstjórnanda síns liðs frá varnarmönnum andstæðinganna. Hann hefur einnig leikið í Danmörku, á Spáni og í Austurríki.

Potsdam Royals leikur í GFL-deildinni í Þýskalandi, sterkustu deild Evrópu. Þar hefur liðið farið afar vel af stað og unnið fjóra fyrstu leiki sína á leiktíðinni.

Stefán Númi leikur með Potsdam Royals.
Stefán Númi leikur með Potsdam Royals. Ljósmynd/Nadim Merrikh

Liðið vann nauman 24:21-heimasigur á Dresden Monarchs í fyrsta leik en hefur síðan unnið sannfærandi sigra á Berlin Adler og Kiel Hurricanes á útivöllum og Berlin Rebels á heimavelli. Leikurinn við Berlin Rebels fór fram á laugardag og lauk með ótrúlegum 81:56-sigri Potsdam.

Deildinni er skipt í norður- og suðurhluta og fara fjögur efstu lið hvors hluta í átta liða úrslit, þar sem keppt er um þýska meistaratitilinn. Potsdam er sem stendur í toppsæti norðurhlutans með átta stig eftir fjóra leiki.

Áhugasamir geta fylgst með Stefáni á Instagram og þannig fengið að skyggnast inn í líf atvinnumanns í íþróttinni. 

Stefán Númi, lengst til vinstri, býr sig undir átök við …
Stefán Númi, lengst til vinstri, býr sig undir átök við varnarmenn Dresden Monarchs. Ljósmynd/Dresden Monarchs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert