Uppgötvuðu fornar líkamsleifar fyrir tilviljun

Verkamenn í Perú voru að leggja gaslagnir þegar þeir uppgötvuðu …
Verkamenn í Perú voru að leggja gaslagnir þegar þeir uppgötvuðu líkamsleifar af átta einstaklingum. AFP

Verkamenn í Perú uppgötvuðu í dag rúmlega 800 ára gamlar líkamsleifar af átta einstaklingum.

Leifarnar voru af fullorðnum jafnt sem börnum og fundust í gröf þar sem verkamennirnir voru að leggja gaslagnir. Hafði líkunum verið vafið inn í efni úr plöntum og maísstönglum, diskum og vindblásturshljóðfærum raðað í kringum þau.

Mynd sem sýnir hluta þeirra fornleifa sem uppgötvuðust í dag …
Mynd sem sýnir hluta þeirra fornleifa sem uppgötvuðust í dag í Perú. AFP

Hluti þeirra var lagður til grafar með skeljar á höfðinu og meðferðis voru handtöskur sem voru notaðar til að geyma kókólauf.

Áttmenningarnir bjuggu í Chilca, fornum bæ sem var staðsettur 60 kílómetrum suður af Lima, höfuðborg Perú.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem verkamenn sama fyrirtækis uppgötva fornar líkamsleifar frá íbúum Chilca en árið 2018 fundust leifar af 30 einstaklingum.

Á myndinni sjást meðal annars vindblásturshlóðfærin sem fundust með líkamsleifunum.
Á myndinni sjást meðal annars vindblásturshlóðfærin sem fundust með líkamsleifunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert