Heimskviður teknar af dagskrá

Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson stýra Heimskviðum.
Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson stýra Heimskviðum. Ljósmynd/Rúv

Fréttaskýringaþátturinn Heimskviður hverfur af dagskrá Rásar 1 í desember. Aðdáendur þáttanna geta þó huggað sig við það að þrír þættir eru eftir og fer sá síðasti í loftið þann 18. desember. Kjarninn greindi fyrst frá brotthvarfi Heimskviðna í gær.

Þættirnir voru teknir af dagskrá vegna hagræðinga innan Rúv en í nóvember var greint frá því að þremur starfsmönnum fréttadeildarinnar hafi verið sagt upp og að stöðugildum muni fækka um alls níu frá því í byrjun árs. 

Heimskviður, sem hafa verið á dagskrá frá því haustið 2011, hafa notið mikilla vinsælda bæði hjá ungum sem öldnum. Í Heimskviðum, eins og segir í upphafi þáttanna, er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi og stýra þau Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson þáttunum. 

Í færslu á Facebook í dag segir Birta að þau Guðmundur hefðu gjarnan viljað halda lengur áfram með þættina en þegar harðnar í ári þarf eitthvað undan að láta. „Við erum þakklát fyrir tækifærði að hafa fengið að bjóða upp á vikulega erlendar fréttaskýringar á afar áhugaverðum tímum. Og síðast en ekki síst erum við óendanlega þakklát fyrir viðtökurnar sem Heimskviðurnar okkar hafa fengið, sem sanna vonandi í eitt skipti fyrir öll mikilvægi erlendra frétta,“ segir Birta í færslu sinni. 

Birta og Guðmundur munu áfram starfa við erlendar fréttir á fréttastofu Rúv, hún í sjónvarpi og hann í útvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir