Arnar er orðinn reyndasti leikmaður Íslands

Arnar Freyr Arnarsson með boltann í höndunum í leik Íslands …
Arnar Freyr Arnarsson með boltann í höndunum í leik Íslands og Portúgals. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Fjórir leikjahæstu leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru meðal þeirra sex  sem missa af leiknum við Dani í kvöld vegna kórónuveirusmitsins og liðið er það reynsluminnsta sem hefur verið teflt fram á stórmóti um áratugaskeið.

Þeir Björgvin Páll Gústavsson (239), Aron Pálmarsson (155), Ólafur Andrés Guðmundsson (136) og Bjarki Már Elísson (85) eru fjórir leikjahæstu mennirnir í 20 manna landsliðshópi Íslands sem er í Búdapest en þeir eru allir úr leik eins og þeir Elvar Örn Jónsson, sem hefði spilað sinn 50. landsleik í kvöld, og Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem hefði spilað sinn 36. leik.

Þetta þýðir að hinn 25 ára gamli Arnar Freyr Arnarsson er leikjahæstur þeirra sem taka þátt í leiknum gegn Dönum en hann spilar sinn 67. landsleik í kvöld. Ómar Ingi Magnússon er næsthæstur en hann leikur sinn 60. landsleik og þriðji er Ýmir Örn Gíslason sem spilar 56. landsleik sinn í kvöld.

Elvar Ásgeirsson kemur inn í hópinn og spilar sinn fyrsta A-landsleik á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert