Fram kemur í tilkynningu frá vegagerðinni að viðauki 1 verði þar með felldur úr gildi. Á Vesturlandi tekur breytingin gildi á morgun, 9. janúar, klukkan 8 en á Suðurlandi tekur hún gildi á miðvikudag, 10. janúar, klukkan 10.
Á Suðurlandi gilda takmarkanirnar á öllum vegum í Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Hringvegur 1 frá Reykjavík á Selfoss er undanskildur banninu, sem og Þrengslavegur (39) milli Þrengslavegamóta og Þorlákshafnar, og Suðurstrandavegur (427).
Á Vesturlandi gildir bannið á Snæfellsvegi (54), frá Borgarnesi vestur yfir Fróðárheiði og að norðanverðu að Stykkishólmsvegi. Á Útnesvegi (574), Stykkishólmsvegi (58), Vatnaleið (56), Vestfjarðarvegi (60) frá Dalsmynni til Ísafjarðar, Barðastrandarvegi (62), Bíldudalsvegi (63), Flateyrarvegi (64), Súgandafjarðarvegi (65), Þingeyrarvegi (622), Djúpavegi (61) frá Súðavík að gatnamótum Vestfjarðarvegar, Innstrandavegi (68), Strandavegi (643) og Drangsnesvegi (645).
Þar að auki er ásþungi takmarkaður við sjö tonn frá gatnamótum Snæfellsnesvegar (54) og Stykkishólmsvegar (58) að Bíldhóli.