Ómar Ingi: Barnalegt að segja þetta

„Ég hlusta á tónlist og stundum finn ég eitthvað til þess að verða reiður út í,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall, er á meðal bestu handboltamanna heims í dag en hann er samningsbundinn Magdeburg í Þýskalandi. 

„Það er barnalegt að segja þetta,“ sagði Ómar Ingi.

„Ef einhver heldur að hann geti stoppað mig þá kannski ímynda ég mér eitthvað í hausnum á mér og bý til smá núning á milli okkar,“ sagði Ómar Ingi meðal annars.

Ómar Ingi er í aðalhlutverki í öðrum þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Ómar Ingi Magnússon leikur ekki meira með á HM vegna …
Ómar Ingi Magnússon leikur ekki meira með á HM vegna meiðsla. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert