Meistarinn skíðaði fyrst í snjó 12 ára gamall

Dave Ryding fagnaði sigri í svigi.
Dave Ryding fagnaði sigri í svigi. AFP

Dave Ryding fagnaði sigri í svigi á heimsbikarmóti í Kitzbühel í Austurríki á dögunum.

Dave, sem er 35 ára gamall, er fyrsti Bretinn sem vinnur til gullverðlauna í alpagreinum á heimsbikarmóti en hann var í sjötta sæti eftir fyrri ferðina þar sem hann kom í mark á tímanum 51,40 sekúndum. 

Hann átti hins vegar frábæra seinni ferð og kom í mark á tímanum 49,86 sekúndum og var 0,38 sekúndum á undan Lucas Braathen frá Noregi sem hafnaði í öðru sæti.

„Ég er 35 ára gamall en ég trúði því alltaf  að ég gæti unnið til gullverðlauna fyrir Bretland á heimsbikarmóti,“ sagði Ryding í samtali við BBC. 

Árangur Ryding er afar áhugaverður en hann byrjaði að æfa skíði í svokallaðri innihöll í gervisnjó. Hann var 12 ára gamall þegar hann skíðaði fyrst í snjó og fagnaði sínum fyrsta heimsbikarsigri 23 árum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert