Lífið

Hafði barist við krabbamein í brisi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Garson og Sarah Jessica Parker við tökur á Sex and the City. Parker hefur ekki tjáð sig um andlát Garson.
Garson og Sarah Jessica Parker við tökur á Sex and the City. Parker hefur ekki tjáð sig um andlát Garson. Getty/Marcel Thomas

Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést.

Fjölmargir hafa tjáð sig um andlát Garson á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal þeir sem léku með Garson í Sex and the City þáttunum og kvikmyndunum. Framleiðandin Darren Star sagði í samtali við People að Garson hefði verið ljúfur og brjálæðislega fyndinn.

„Willie snart okkur öll með stóru hjarta og örlátum anda. Maðurinn á bakvið Stanford var elskulegur faðir, traust manneskja gagnvart vinum sínum og góður við alla. Hann er farinn frá okkur alltof snemma.“

Framleiðandinn Michael Patrick King sagði Garson ávallt hafa sýnt fagmennsku við tökur á framhaldinu af Sex and the City, þrátt fyrir það sem gekk á.

„Hann var til staðar, og gaf allt sem hann átti, þrátt fyrir veikindi sín,“ sagði King. Minning leikarans yljaði á myrkum augnablikum.

Cynthia Nixon og Kim Cattrall hafa tjáð sig um fráfall Garson.

Hann var borgarstjórinn, hann var prins, segir Evan Handler, sem fer með hlutverk eiginmanns Charlotte York.

Mario Cantone lék eiginmann Garson í Sex and the City.

„Stór“ minnist líka leikarans.

 


Tengdar fréttir

Willie Garson er látinn

Leikarinn Willie Garson, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, er látinn, aðeins 57 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×