KA með fullt hús eftir sigur á Víkingi

Einar Rafn Eiðsson úr KA sækir að vörn Víkings í …
Einar Rafn Eiðsson úr KA sækir að vörn Víkings í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA er með fullt hús stiga í Olísdeild karla í handbolta eftir 23:18-sigur á Víkingi á heimavelli í kvöld. Víkingur er enn án stiga.  

Lítið var skorað í upphafi leiks og var staðan 1:1 eftir fimm mínútur. Á níundu mínútu var staðan hinsvegar orðin 4:1, KA í vil. Víkingur minnkaði muninn í 5:4 en KA var sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 12:9.

KA hélt frumkvæðinu allan seinni hálfleikinn og voru Víkingar ekki líklegir til að jafna. Að lokum munaði fimm mörkum á liðunum.

Patrekur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir KA og Einar Rafn Eiðsson sex. Nicholas Satchwell varði 16 skot í markinu. Gísli Jörgen Gíslason skoraði fjögur mörk fyrir Víking.

Mörk KA: Patrekur Stefánsson 7, Einar Rafn Eiðsson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Pætur Mikkjalsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1. 

Varin skot: Nicholas Satchwell 16. 

Mörk Víkings: Gísli Jörgen Gíslason 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Arnar Huginn Ingason 3, Arnar Steinn Arnarsson 2, Hjalti Már Hjaltason 1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1, Styrmir Sigurðarson 1. 

Varin skot: Jovan Kukobat 11

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert