Gambit Esports sigurvegarar Valorant Masters í Berlín

Lið Gambit Esports fagnar sigri á þriðja stigi Valorant Masters …
Lið Gambit Esports fagnar sigri á þriðja stigi Valorant Masters í Berlín. Skjáskot/twitter.com/GambitEsports

Þriðja stigi meistaramótsins Valorant Masters sem fram fór í Berlín er nú lokið. Lauk mótinu með sigri rússneska liðsins Gambit Esports.

Sextán lið áttu upprunlega að mæta til leiks á mótinu en var lið BREN esports dæmt úr leik vegna örðuglega með vegabréfaáritanir. Voru því fimmtán lið sem spiluðu í fjórum riðlum, en efstu tvö lið úr hverjum riðli héldu áfram í úrslitakeppni mótsins. 

Gambit Esports sigraði úrslitaviðureignina örugglega

Til undanúrslita spiluðu 100 Thieves, Team Envy, Gambit Esports og G2 Esports. Kom á óvart að lið Sentinels sem sigruðu MSI í Reykjavík fyrr á árinu komust ekki í undanúrslit. 

Team Envy og Gambit Esports sigruðu sínar viðureignir og komust því í úrslitaviðureignina. Úrslitaviðureignin var spiluð í gær, og lauk henni með öruggum 3-0 sigri Gambit Esports í best-af-5 viðureign.

Með sigrinum tryggði Gambit Esports sér fyrsta sæti í mótinu, en í verðlaun voru tæpar 30 milljónir íslenskra króna.

Fyrsta stórmótið sem Gambit Esports sigrar

Er þetta fyrsta stórmótið sem Gambit Esports sigrar í leiknum Valorant, en liðið samanstendur af rússneskum leikmönnum, og virðast Rússar vera að stimpla sig inn í Valorant senuna.

Vert er að nefna að Gambit Esports hafa gert garðinn frægann í öðrum leikjum, m.a. Counter-Strike:Global Offensive. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert