Flaug yfir þegar sprungan opnaðist

Fyrri gossprungan að opnast um hádegisbil í dag.
Fyrri gossprungan að opnast um hádegisbil í dag. Ljósmynd/Daníel Snorrason

Daníel Snorrason var á flugi yfir gosstöðvunum við Fagradalsfjall um hádegisbil í dag þegar ný gossprunga opnaðist tæplega kílómetra norðaustan við gígana í Geldingadölum og tók þá þessa mynd. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands opnaðist gossprungan um klukkan 12 í dag en Daníel tók meðfylgjandi mynd klukkan 12:10. 

Í kjölfarið myndaðist önnur sprunga en sprungurnar tvær eru samtals 100-200 metra langar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert