Westbrook tryggði Washington sigur í framlengingu

Russell Westbrook reyndist hetja Washington Wizards.
Russell Westbrook reyndist hetja Washington Wizards. AFP

Washington Wizards og New Orleans Pelicans áttust við í hörkuleik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Russell Westbrook átti stórleik og reyndist hetja Washington í naumum 117:115-sigri liðsins eftir framlengdan leik.

Westbrook var með tvöfalda tvennu, gerði 36 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar að auki. Skoraði hann síðustu tvö stig leiksins með því að setja niður tvö vítaskot þegar ein sekúnda var eftir á leikklukkunni í framlengingunni.

Bradley Beal samherji Westbrook var sömuleiðis drjúgur og skoraði 30 stig í leiknum.

Stjörnurnar í liði New Orleans voru sömuleiðis í stuði. Brandon Ingram átti stórleik og gerði 34 stig og Zion Williamson gerði 21 stig.

Níu aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Washington – New Orleans 117:115 (frl.)

Utah – Indiana 119:111

Detroit – Oklahoma 110:104

Philadelphia – LA Clippers 106:103

Brooklyn – Charlotte 130:115

Toronto – Orlando 113:102

Chicago – Memphis 115:126

Houston – Denver 99:128

Minnesota – Miami 119:111

San Antonio – Portland 106:107

Dallas – New York 109:117

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert