Naumur sigur Bayern í Rússlandi

Leikmenn Bayern fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Bayern fagna sigurmarkinu. AFP

Evrópumeistarar Bayern München unnu nauman 2:1-sigur á Lokomotiv Moskvu í 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 

Leon Goretzka kom Bayern yfir á 13. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Rússneska liðið gafst ekki upp því Anton Miranchuk jafnaði á 70. mínútu. Evrópumeistararnir áttu hins vegar lokaorðið því Josshua Kimmich skoraði sigurmarkið á 79. mínútu. 

Bayern er í toppsæti A-riðils með sex stig, en Lokomotiv Moskva er með eitt stig. 

Í B-riðli gerðu Shakhtar Donetsk frá Úkraínu og ítalska liðið Inter Mílanó markalaust jafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Ítalska liðið var töluvert sterkari aðilinn í leiknum en Antolii Trubin í marki heimamanna átti stórleik. 

Shakhtar er í toppsæti riðilsins með fjögur stig og Inter í öðru sæti með tvö stig. 

Það var ekkert skorað hjá Shakhtar og Inter Mílanó.
Það var ekkert skorað hjá Shakhtar og Inter Mílanó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert