Messi skoraði tvö - City tapaði

Lionel Messi skoraði tvö.
Lionel Messi skoraði tvö. AFP

París SG vann sannfærandi 4:1-sigur á Club Brugge frá Belgíu á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Parísarliðið hafði þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.

Leikmenn PSG byrjuðu með látum því Kylian Mbappé var búinn að skora tvö mörk eftir aðeins sjö mínútur. Lionel Messi bætti við marki á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 3:0.

Mats Rits lagaði stöðuna fyrir Club Brugge á 68. mínútu en Lionel Messi átti lokaorðið er hann skorði af vítapunktinum á 76. mínútu. PSG endar í öðru sæti riðilsins með ellefu stig en Club Brugge í neðsta með fjögur.

RB Leipzig tryggði sér þriðja sæti og sæti í Evrópudeildinni með 2:1-heimasigri á Manchester City. Dominik Szoboszlai kom Leipzig yfir á 24. mínútu og André Silva tvöfaldaði forskotið á 71. mínútu. Riyad Mahred lagaði stöðuna fyrir City á 76. mínútu og þar við sat. Þrátt fyrir tapið endar City í toppsæti riðilsins með tólf stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert