„Enginn er í símanum“

„Eitt af því sem gefur mér hvað mest í mínu starfi, það er að syngja við útfarir. Ég hef verið að gera sífellt meira af því síðustu ár. Ég legg mig fram við það að gera það af einlægni og gleði, þegar við á, fyrir hinn látna sem ástvinirnir eru að kveðja,“ segir Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari.

Hann segir það að syngja í útförum vera sér mikilvægar stundir, þar sem hann geti í einlægni lifað sig inn í flutninginn á tónlistinni og þjónað viðburðinum. „Það er ótrúlega gefandi. Ég er oft að hugsa um það. Við jarðarför í kirkju er eini staðurinn þar sem enginn er í símanum eða taka upp með tæki. Allir sitja bara og syrgja og minnast samtímis því sem þeir njóta tónlistarinnar,“ segir Jón Svavar sem samhliða þessu tekur þátt í leik- og óperusýningum og stjórnar þremur kórum.

Hægt er að horfa á viðtalið við Jón Svavar í heild sinni í Dag­málum Morg­un­blaðsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler