Ársfundur Landspítala – bein útsending

Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítala.
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítala. mbl.is/Arnþór

Ársfundur Landspítala fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag frá kl. 14.00 til 16.00. Yfirskrift ársfundarins er „Framþróun í kjölfar faraldurins.“

Ávörp flytja Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Runólfur Pálsson forstjóri.

Ársreikningur 2021 verður kynntur og starfsfólk heiðrað.

Á ársfundinum verður fjallað um nýja nálgun í mannauðsmálum, vísindastarf á spítalanum, nýsköpun og umbætur í starfinu.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert