Dæmdir í þrjátíu ára fangelsi fyrir leigumorð

Lögmenn á leið til réttarhaldanna í morgun.
Lögmenn á leið til réttarhaldanna í morgun. AFP

Dómarar í Hollandi dæmdu í dag tvo menn til þrjátíu ára fangelsisvistar fyrir að skjóta til bana lögmann. Morðið vakti ótta við vaxandi ofbeldi tengt ólöglegum vímuefnaviðskiptum í landinu.

Lögmaðurinn, Derk Wiersum, var 44 ára tveggja barna faðir þegar hann starfaði fyrir aðalvitnið í réttarhöldum yfir valdamesta vímuefnabarón landsins í september 2019. Líf hans hlaut snöggan endi í þeim mánuði þegar hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Amsterdam.

Mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir að hafa myrt hann í skiptum fyrir pening, í því sem dómararnir kölluðu „hrottalegt ódæði án nokkurrar virðingar við lífið“.

Réttað yfir Ridouan Taghi

„Sú staðreynd að þetta var leigumorð gefur þessu auka vídd,“ bættu dómararnir við í yfirlýsingu.

Ekki var minnst á hver hefði greitt fyrir leigumorðið, en eins og áður sagði stóðu réttarhöld yfir þegar Wiersum var myrtur. Beindust þau gegn vímuefnabaróninum Ridouan Taghi.

Taghi hefur ásamt sextán öðrum verið ákærður fyrir röð launmorða á undanförnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert